er af
maríuvandarætt og vex allvíða á norðaustanverðu landinu, einkum inn til
landsins. Á því svæði finnst hún víða upp í 550 m hæð, hæst fundin
á Laugarhóli við Vesturdalslæk í 640 m. Blástjarnan er ekki mjög algeng,
vex oft á snöggum grasbökkum, oft meðfram ám. Frævan er afar sérstæð,
þar sem hún hefur ekkert fræni í toppinn, heldur tvær frænisrákir eftir
endilangri frævunni sitt hvorum megin.
Blástjarnan er einær jurt, blómin eitt eða fá á
stöngulendanum. Krónan er fimmdeild, fremur ljósblá, 9-15
mm í þvermál. Krónublöðin eru
odd-dregin en nokkuð breið. Bikarinn er
klofinn nær niður í gegn, með fimm, mislöngum, mjóum flipum, álíka
löngum eða lengri en krónublöðin. Fræflar eru fimm. Frævan er ein,
bláleit, stíllaus, en frænið myndar tvær rákir niður eftir henni
endilangri. Stöngullinn er dökkfjólublár, hárlaus. Blöðin eru gagnstæð,
lensulaga, 5-20 mm á lengd, hárlaus og óstilkuð.
Myndin af blástjörnu er
tekin á Brú í Jökuldal árið 1991