er afar sjaldséður slæðingur á Íslandi. Hún hefur sést á örfáum stöðum á ýmsum tímum, en hvergi numið land enn sem komið er svo vitað sé. Síðast sást hún vorið 2009 í sáningum við skógræktarstíg utan við Fossá í Hvalfirði. Þangað hefur hún væntanlega borizt með illa hreinsuðu grasfræi. Arfafjólan líkist þrílitu fjólunni, Viola tricolor, en er frábrugðin að því leyti að hún hefur nær alhvít blóm með gulu í miðju, og einnig er hún með mun lengri bikarblöð, og standa þau út undan krónunni. Hún er auk þess einær, en þrenningarfjólan er fjölær.