er afar smávaxin, einær vatnajurt af krossblómaætt. Hún hefur striklaga, oddmjó blöð og smávaxin hvít blóm og er afar fljót að mynda fullþroskuð fræ. Hún vex í grunnum tjarnabotnum, á grynningum við strendur stöðuvatna og í leirflögum sem að hluta koma upp úr vatni síðari hluta sumars. Alurtin er víða við aðgrunn vötn um mestan hluta landsins, þó sjaldan ofan 400 m. Hæst er hún skráð í Ámundabotnum á Skaftártungnaafrétti í 490 m.