er ein af
sjaldgæfustu jurtum landsins. Heimildir eru um hana frá þrem stöðum:
Felli í Mýrdal, Helli í Ölfusi og í hlíðum Ingólfsfjalls. Á tveim
fyrrnefndu stöðunum eru nokkrar líkur á að hún hafi borizt frá útlöndum
með Sphagnum-mold sem notuð hefur verið í uppeldi trjáplantna. Því er
hins vegar ekki til að dreifa í suðurhlíðum Ingólfsfjalls, þar sem Rut
Magnúsdóttir fann haustlyng í tveim giljum um miðja síðustu öld.
Samkvæmt upplýsingum hennar bendir flest til að hún sé nú horfin þaðan
vegna efnisnáms uppi á fjallinu.
Báðar myndirnar af
haustlyngi eru teknar í Hellisskógi í Ölfusi 9. september 2009.