er algengur til fjalla í alls konar landi, bæði í mosagrónum dýjum og votlendi og í flögum eða klettagiljum. Hann er mun fágætari á láglendi, og vex þá helzt í skuggsælum klettum, giljum og vatnsfarvegum eða í strandklettum. Lækjasteinbrjóturinn fer upp fyrir 1500 m hæð í fjöllum landsins.
Lækjasteinbrjótur er smávaxin, fjölær jurt af steinbrjótsætt. Blómin eru 7-10 mm í þvermál. Krónublöðin eru hvít, sjaldan örlítið bleikleit, bikarblöðin snubbótt. Fræflar eru 10, frævan klofin í toppinn, með tveim stílum. Blöðin eru stilklöng, stutt og breið, stofnblöðin venjulega fimmsepótt eða flipótt að framan, sum blöðin oft þríflipótt; fliparnir oftast snubbóttir, breiðir.
Lækjasteinbrjótur uppi á Þrælsfelli á Vatnsnesi 25. júlí árið 2000.
Hér er lækjasteinbrjótur í betra návígi suður af Snæfelli á Brúaröræfum í júlí 2005.