Blóm selgresisins eru smá og
ósjáleg, þétt saman í 2-12 sm löngu axi. Krónan er móleit með oddmjóum
flipum. Bikarblöðin eru fjögur, snubbótt, græn, himnurend. Fræflar eru
fjórir. Ein fræva sem verður að baukaldini og opnast með þverskoru við
þroskun. Blöðin eru stofnstæð, langstilkuð. Blaðkan er lensulaga eða
oddbaugótt, nær heilrend, bogstrengjótt, 2,5-10 sm löng og 2-8 sm á
breidd.