Haustbrúða
Callitriche hermaphroditica
er fremur smávaxin
vatnajurt, þétt sett aflöngum, krossgagnstæðum blöðum, með örsmáum
blómum í blaðöxlunum. Hún vex ætíð á kafi í vatni í tjörnum, stöðuvötnum
eða ám. Hún er fremur sjaldgæf á Íslandi, algengust í vatnakerfi Laxár í
S.-Þing., bæði í ánni og einnig í Mývatni og Grænavatni. Auk þess sést
hún stöku sinnum í smátjörnum á hálendinu, og fáeinum stærri vötnum.
Í Þjórsárverum fannst haust-brúða einungis í fáum
tjörnum, enda þótt tjarnir skipti þúsundum á svæðinu.
Stöngull haustbrúðu er
þéttblöðóttur með krossgagnstæðum, dökk-grænum blöðum sem eru breiðust
neðst við fótinn, 1-2 mm breið og 8-14 mm löng, og buguð í endann.
Blóm og aldin eitt í hverri blaðöxl, kringlótt, 1,2-1,5 mm í þvermál.
Haustbrúða í Laxá við
Laxamýri í ágúst 2005. Hvítleit aldinin eru áberandi í
blaðöxlunum.
Haustbrúða frá Laxá.
Myndin tekin á Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri daginn eftir.