Blóm vallhærunnar eru mörg saman í 4-8 blómhnoðum á mislöngum leggjum. Blómhlífarblöðin eru sex, oddmjó, dökkbrún, öll af svipaðri lengd. Fræflar eru sex. Ein þrístrend fræva með einum stíl og þrískiptu fræni. Stráið er sívalt. Stoðblaðið nær venjulega upp fyrir legglengstu blómhnoðun. Stofnblöðin 3-6 mm breið, flöt eða ofurlítið uppsveigð á jöðrum, oft meir eða minna rauðleit með löngum, hvítum hárum á röndunum, einkum neðst við blaðfótinn.
Blómskipan vallhærunnar á Arnarhóli í Kaupangssveit, 25. júlí 2009.
Hér sjáum við´hvítu hárin umhverfis blaðslíðrið, en af þeim kemur hærunafnið.