Blóm fjallabrúðunnar eru
10-12 mm í þvermál. Krónublöðin eru hvít. Bikarblöðin eru
snubbótt, gulgræn eða rauðmenguð með mjóum himnujaðri. Fræflar eru 5,
frævan þríblaða með einum löngum stíl. Blöðin eru í þéttum hvirfingum,
oft á mörgum, blómlausum blaðsprotum, heilrend, aflöng eða spaðalaga,
sígræn, fremur þykk og skinnkennd, hárlaus og með niðurbeygðum jöðrum,
5-10 mm á lengd, sígræn.
Fjallabrúða uppi á brúnum Moshóls við Mælifellshnjúk 22. júní 2009.
Nærmynd af blómi fjallabrúðu frá sama stað.