er af grasætt og er ein af allra algengustu tegundum landins frá láglendi upp í 1300 m hæð. Hann er mjög útbreiddur í móum á Suðurlandi, en vex einnig í valllendi og á melum, eða á mýraþúfum. Hann er ekki eins áberandi á Norðurlandi, en þó hvarvetna algengur. Hann hefur stuttan, blaðgróinn punt sem oftast er rauðbrúnn eða bláleitur á litinn. Blávingull er lægri en túnvingullinn, blaðsprotanir eru í þéttum toppum en ekki skriðulir eins og á túnvingli. Þekkist best á því að hann er ætíð blaðgróinn, en það er túnvingull mjög sjaldan.
Sauðvingull (Festuca ovina) hefur sama vaxtarlag og blávingull en er ekki blaðgróinn. Ekki hefur verið staðfest með vissu að sauðvingull finnist á Íslandi nema í ræktun.