Stöngull hvítsmárans er skriðull,
og þekkist einkum á því frá hinum smárunum.
Blómin eru í þéttum, nær hnöttóttum kolli (l,5-2,5 sm) efst á uppréttum
hliðarstöngli, heilkrýnd, einsamhverf, stuttstilkuð. Krónan er hvítleit,
8-10 mm á lengd. Bikarinn er helmingi styttri, ljós með dökkgrænum
taugum, klofinn tæplega niður til miðs, lítið sem ekki hærður.
Bikarfliparnir eru oddmjóir, himnurendir. Fræflar eru 10,
huldir af krónunni. Frævan er ein. Blöðin
eru þrífingruð á löngum stilk upp
af jarðstönglinum. Smáblöðin eru öfugegglaga eða öfughjartalaga, nær
stilklaus, oftast fínlega skarptennt, æðastrengirnir oddhvassir og mynda
tennur út fyrir blaðröndina.
Hvítsmári á Akureyri árið 1982, ljósmyndari Helgi Hallgrímsson
Hvítsmárahringi með grasi í miðju má víða sjá í vegsárum. Tekið á Hámundarstaðahálsi við Dalvík árið 1995.
Kollur hvítsmárans á Arnarhóli í Kaupangssveit 2. ágúst árið 2004. Þegar blómin hafa frjóvgast og hefja fræþroskun, leggjast þau niður