Varpafitjungur vex oftast í
þéttum toppum. Punturinn er allstór, grænn eða lítið eitt
fjólubláleitur, 6-15 sm langur, í fyrstu samandreginn en síðar með
útréttar puntgreinar, þær neðstu að lokum niðurvísandi. Smáöxin eru mörg
saman á puntgreinunum, oftast fleiri en fimm, þau stærri eru oft
5-7-blóma, axagnir 1,5-2,5 mm á lengd, mislangar, sú neðri oft helmingi
styttri en sú efri. Blómagnir eru lengri, 2,5-3,5(4) mm. Blöðin eru
venjulega snörp ofan.