er sjaldgæf stör
sem er dreifð um landræna svæðið á Norðausturlandi. Hún vex í
grasi vöxnu valllendi. Oftast er lítið af henni í hverjum stað,
einn eða fáir fermetrar. Alloft finnst kollstörin upp í 6-700 m hæð, en
hæst er hún fundin á Finnastaðaöxl við Grund í Eyjafirði í 1000 m hæð,
og næst í Bónda í Eyjafirði í 720 m.
Kollstör hefur nokkur þéttstæð, lítil öx, sem mynda allstóran, þéttan,
keilulaga koll efst á stráinu, 10-15 mm langan og 8-12 mm breiðan.
Axhlífar eru dökkbrúnar, með himnukennda jaðra, toppmyndaðar. Hulstrið
hefur tennta trjónu sem mjókkar jafnt upp. Frænin eru tvö. Blöðin eru flöt,
2-3 mm breið, snarprend, með gljáa. Stráið er þrístrent
ofan til, gárótt.
Kollstörin hefur dæmigerða landræna útbreiðslu, og eru aðalheimkynni
hennar í innanverðum dölum á Norðurlandi, einkum Bleiksmýrardal,
Timburvalladal, Hjaltadal og Bárðardal. Annars staðar verður hún að
teljast fremur sjaldgæf, og þar sem hún finnst er hún oft aðeins á
litlum blettum sem þó eru þéttvaxnir.Vestasti
fundarstaður landsins er á Marðarnúpi í Vatnsdal, og sunnan jökla hefur
kollstörin aðeins fundizt á hálendinu, við Loðmund og Landmannahelli á
Landmannaafrétti, í Gljúfurleit og Kjálkaveri.Austast
hefur kollstörin fundizt á Seljamýri við Loðmundarfjörð og í
Reyðarfirði, en nyrzt við Hestvatn á Sléttu.
Kollstör á Hofsafrétti
ofan Skagafjarðar árið 1984.
Nærmynd af axi
kollstarar á Stóraási á Fljótsheiði 30. júlí árið 2004.