eða
vatnsnæli er mjög fíngerð jurt af stararætt sem vex í leirefju,
oftast í tjarnabotnum, tjarnavikum eða leirkenndum flæðum. Þar myndar
hann oft þéttar breiður af örfínum nálum með örsmáum blómskúf í toppinn.
Hann er algengastur á suðurlandi og austanverðu norðurlandi, aðeins á
láglendi og fremur í hlýrri sveitum.
Efjuskúfurinn er örsmár með þráðlaga, 2-3 sm löng og 0,2
mm breið, stofnstæð blöð. Aðeins eitt örsmátt, um
2 mm langt, oftast aðeins tvíblóma ax er á stráendanum. Axhlífar eru
rauðbrúnar eða dökk brúnar, himnurendar með grænum miðstreng.
Blómhlífarblöðin af líkri gerð. Fræflar eru þrír, ein fræva með þrjú fræni.