Sandlæðingur er smávaxin jurt, sem
hefur jarðlæga stöngla með uppréttum greinum. Blómin eru einstök í
blaðöxlunum, fimmdeild. Blómhlífin er einföld, hvít eða bleikleit með
bleikrauðum dílum eða strikum. Blómhlífarblöðin eru samblaða en djúpt
klofin, flipar ávalir. Fræflar eru 5, með bleikrauðum knappleggjum.
Frævan er ein, flöskulaga með einum stíl. Stöngullinn er hárlaus,
þéttblöðóttur. Laufblöðin eru gagnstæð, öfugegglaga eða oddbaugótt,
dökkgræn, 6-12 mm á lengd, 2-4 á breidd,
hárlaus.