Skriðdeplan er skriðul, jarðlæg jurt með gagnstæðum, 10-20, mm löngum, lensulaga, oddmjóum, heilrendum og hárlausum blöðum. Blómin eru legglöng, í greindum, stakstæðum blómskipunum í öxlum efri laufblaða eða háblaða. Krónan er 3-4 mm í þvermál, ljósfjólublá, með fjórum misstórum krónublöðum. Bikarblöðin eru græn, sporbaugótt eða oddbaugótt. Tveir fræflar og ein fræva með einum stíl, aldinin hjartalaga.