Stúfa
Succisa pratensis
vex í grasbrekkum
móti sól og finnst aðeins syðst á landinu, í Vestur-Skaftafellssýslu,
Mýrdal og undir Eyjafjöllum, í Vestmannaeyjum og á örfáum stöðum sunnan
á Reykjanesskaga. Stúfan vex aðeins á láglendi, hæst skráð í 200 m hæð í
hlíðum Herdísarvíkurfjalls á Reykjanesskaga. Blómin á
rauðkolli minna
nokkuð á stúfu en eru rauðari. Blöð stúfunnar eru þó afar ólík þar sem þau
eru heilrend og óskipt.
Blóm stúfunnar eru mörg þétt saman
í hnöttóttum kolli, sem er 1,5-2 sm í þvermál. Einstök blóm
eru 5-6 mm í þvermál, bláfjólublá, sjaldnar hvít,
fjórdeild, með fjórum fræflum og einum stíl. Bikar og króna eru hvíthærð
að utan. Stöngullinn er langur, blaðfár. Stofnblöðin eru stilkuð, í
þéttri hvirfingu, lensulaga eða oddbaugótt, allstór,
3-12 sm á lengd og 2-5 sm á breidd, nær
heilrend, gishærð.