Blóm krossjurtarinnar standa
einstök út úr blaðöxlunum, stilklaus. Krónan er gul, 10-13
mm á lengd með pípunni; neðri vörin þrítennt, efri vörin hjálmlaga með
útstæðum kili. Uppbrettur framjaðar krónunnar er gulhærður. Bikarinn er
um 10 mm á lengd, grænn, oft með fjólublárri rák eða blettum, með fjórum
útstæðum, odddregnum flipum. Fræflar eru fjórir. Krossjurtin
hefur eina frævu, sem myndar
flatvaxið hýðisaldin. Stönglarnir eru strendir, tvíhliðhærðir. Blöðin
eru gagnstæð, lensulaga, 3-6 sm á lengd, 8-10
mm breið, blaðrendumar niðurorpnar. Krossjurtin er hálfsníkjujurt sem á
Íslandi virðist eingöngu vaxa undir birki.
Hér sjáum við krossjurt í birkikjarri í Bjarkarlundi árið 1984.
Nærmynd af blómum krossjurtar Ísafjarðardal í Djúpi í júlí 2005.