hefur verið
ræktaður hér alllengi í görðum. Hann hefur breiðst nokkuð út fyrir garða
í seinni tíð og vex sem slæðingur á nokkrum stöðum, myndar breiður
meðfram vegum, í röskuðu og óræktuðu landi. Hann er stærstur allra
maríustakka hér og meira loðinn, blaðstilkar og stönglar þétt settir
útstæðum hárum, og blöðin loðin bæði á efra og neðra borði.
Garðamaríustakkur er stórvaxin og gróf, gulgræn jurt.
Blómin eru lík og á hlíðamaríustakk, nema utanbikarblöðin eru jafnlöng
bikarblöðunum. Blómleggir og stönglar eru þétthærðir. Stofnblöðin eru
stilklöng (15-30 sm), stilkurinn þétthærður með útstæðum
hárum. Blaðkan er stór, 10-18 sm í þvermál, nýrlaga með allbreiðu viki
við blaðgrunninn, þétt loðin báðum megin, fliparnir eru reglulega
tenntir og ávalir í endann.
Garðamaríustakkur í
Hveragerði þann 12. júlí árið 2006