er lítil
fjallajurt, sem oftast er með kengboginn stöngul um
blómgunartímann. Síðar réttir hún sig upp, og er þá ekki eins auðþekkt
frá öðrum dúnurtum. Hún vex mest frá 350 til 1000 m hæðar og er
helzt í rökum snjódældum og við fjallalæki
Blóm fjalladúnurtarinnar eru rauð, 5-7 mm á
stærð. Bikarinn er oftast rauður. Fræflar eru
fjórir. Ein fjórblaða fræva með einu óskiptu fræni; frævan er undir
yfirsætnu blóminu eins og væri hún framhald stöngulsins. Hún klofnar í
fjórar ræmur við þroskun. Fræin eru með hvítum svifhárum. Stöngullinn er
tvíhliðhærður, oftast kengboginn um blómgunartímann, en réttir sig
stundum upp þegar aldinið þroskast. Blöðin eru gagnstæð, öfugegglaga,
oddbaugótt eða lensulaga, oftast snubbótt í endann, 1-1,5
sm á lengd, og 3-6 mm á breidd, oftast aðeins tennt,
stundum nær heilrend.
Fjalladúnurt á Jökuldalsheiði árið 1983.
Fjalladúnurt við
Örlygsstaðasel á Skaga 25. júní 2009. Boginn stöngullinn sést
vel.