Flóðapuntur hefur langan, grannan og fremur gisinn punt. Smáöxin eru 10-25 mm löng, 8-12 blóma. Axagnir eru stuttar (2-4 mm), himnukenndar, grænleitar eða glærar. Neðri blómögn er 5-7 tauga, græn, 5-7 mm, með sljóum eða slitróttum oddi, stutthærð, himnurend ofan til. Stráin eru 4-6 mm gild. Blöðin eru 4-10 mm breið. Slíðurhimnan er 6-10 mm löng.