Blóm fjandafælunnar eru mörg saman í litlum (5 mm) körfum. Körfurnar standa margar saman í klasaleitri skipan efst á stöngIinum. Reifablöðin eru græn í miðju, með breiðum, oft svarbrúnum himnufaldi, heilrend, gljáandi, egglaga eða langsporbaugótt, ávöl í endann. Krónupípan er hárfín, umkringd hvítum svifhárum, 3-4 mm löng, með 5 krónublaðsepum efst, 0,1-0,2 mm í þvermál, hvítleit eða ljós, rauðleit í efri endann; sumar krónurnar breikka í 0,5-1 mm breiða klukku efst. Blöðin eru lensulaga, 5-10 sm löng, frambreið (8-18 mm), þéttlóhærð, einkum á neðra borði, dragast smátt og smátt saman í stilk.
Hér sjáum við fjandafælu með dæmigerðan, uppháan blaðbrúsk. Myndin er tekin í Fljótavík á Ströndum árið 1982,