er með sjaldgæfari
steinbrjótum landsins og hefur ekki verið skráður ofan 500 m. Hann
myndar blaðhvirfingu sem líkist blaðhvirfingu kletta-frúar, en er minni
og blómskipanin er minna greind.
Hann vex í klettum í klettabeltum og árgljúfrum, og er algengastur
norðantil á Austfjörðum einkum frá Borgarfirði suður í Breiðdalsvík, en
er þó mun sjaldgæfari en frænka hans, klettafrúin. Hann finnst einnig á
nokkrum stöðum á Vesturlandi, einkum frá Leirársveit norður í
Borgarfjörð. Örfáir staðir eru einnig þekktir um Snæfellsnes og
Vestfirði, og í Vatnsdal og Siglufirði á Norðurlandi.
Blóm bergsteinbrjótsins standa saman í stuttum klasa
efst á stöngli. Þau eru hvít, fimmdeild, um 1 sm í þvermál.
Krónublöðin eru snubbótt í endann, bikarinn stuttur. Fræflar eru tíu,
ein klofin fræva. Stöngullinn er kirtilhærður með stakstæðum, um 5 mm
löngum blöðum. Stofn-blöðin eru þétt saman í hvirfingu, tungulaga,
7-15 mm löng og um 5 mm breið, blaðrendumar þétt
settar hvítum kalktönnum.
Hér sést bergsteinbrjótur í
klettagili ofan við Lýsuhól á Snæfellsnesi árið 1985
Bergsteinbrjótur utan í klettavegg á
Gljúfraborg við Breiðdalsvík 6. júlí 2012.