er algengt í snjóþungum héruðum á landinu.
Þannig er það mjög útbreitt á Vestfjörðum, í útsveitum á Norðurlandi frá
Skaga austur á Austfirði og víðar. Þar sem ekki er nógu
snjóþungt fyrir það á láglendi má oft finna það þegar kemur í 300-500 m
hæð yfir sjó. Þannig vex það víða á Suðvestur- og Vesturlandi og einnig
í innsveitum Eyjafjarðar. Eins og sjá má á útbreiðslukortinu virðast
aðalbláberin vera ótrúlega sjaldgæf á Suðurlandi milli Ölfusár og
Skeiðarár. Líklega leynast þau þó víðar in til fjalla á þessu svæði en
kortið sýnir. Gott væri að fá nánari upplýsingar um það frá þeim sem til
þekkja. Aðalbláberjalyngið má finna allvíða upp að 700 m hæð á
Tröllaskaga, hæst skráð á Barkárdalsbrúnum í 880 m, Skessuhrygg við
Höfðahverfi og Glerárdalsbotni við Akureyri í 750 m, og Fögruhlíð við
Langjökul í 720 m. Tveir aðgreindir stofnar eru af aðalbláberjalyngi á
Íslandi, annar með bláum berjum, en hinn með nær svörtum berjum.
Bragðmunur er á þessum tvenns konar berjum.
Blóm aðalbláberjalyngsins eru um 6-8 mm í þvermál,
fimmdeild. Krónan er rauðgræn eða bleikrauð, belgvíð og þröng í opið,
með fimm afturbeygðar, grænleitar tennur að framan. Bikarinn er
skífulaga, flipalaus, fjólublár. Fræflar eru tíu, frjóhnappar
appelsínugulir. Ein fræva með einum stíl. Aldinin eru ýmist dökkblá, nær
svört, eða ljósari og bládöggvuð af þunnu vaxlagi sem auðveldlega
strýkst af, um 1 sm í þvermál. Stöngulgreinar eru grænar, hvassstrendar,
blöðin stakstæð, fínsagtennt, 10-20 mm á lengd, og 7-12 mm á breidd,
ganga oftast fram í V-laga odd.
Aðalbláberjalyng líkist nokkuð bláberjalyngi, en þekkist auðveldlega á
oddmjóum, tenntum laufblöðum, og grænum strendum stöngli. Bláberjalyngið
hefur heilrend laufblöð, ávöl að framan og brúna, viðarkennda stöngla.
nbsp;
Blómstrað aðalbláberjalyng á Kirkjuskarði í
Laxárdal, A.-Hún. árið 1995
Aðalbláberjalyng með
bláum berjum á Svínárnesi á Látraströnd árið 1991
Aðalbláberjalyng með
svörtum berjum á Svínárnesi á Látraströnd árið 1991