Puntur reyrgresis er útbreiddur, 5-12 sm langur, ljósbrúnn. Smáöxin eru stutt og breið, þríblóma. Axagnirnar eru 5-6,5 mm langar himnukenndar, ljósbrúnar, breiðar með allmörgum, fremur óskýrum taugum. Ytri blómagnir ljósbrúnhærðar, broddyddar. Reyrgresið er skriðult og myndar þéttar breiður af blaðríkum sprotum. Blöðin eru 4-6 mm breið. Stráblöðin eru stutt en renglublöðin löng og gljáandi á efra borði, ofurlítið hærð, fagurgræn eða gulgræn.
Breiða af reyrgresi í Eyjafirði 26. júní árið 1982.
Nærmynd af punti reyrgresis við Kúalækjargilið á Arnarhóli í Kaupangssveit 13. júní 2006.