Blóm flagahnoðrans eru 6-10 mm í
þvermál, fimmdeild, nokkur saman efst á plöntunni. Krónublöðin er bleik
eða bleikrauð, odddregin, 5-7 mm á lengd. Bikarblöðin eru helmingi
styttri, kirtilhærð. Fræflar eru 10. Frævur eru fimm, með einum stíl,
verða hver um sig að litlu, bjúglaga aldini, sem opnast með hliðstæðri
rifu í toppinn. Stöngullinn er með stakstæðum, afar þykkum, safaríkum,
mjóum, nær sívölum blöðum. Blöðin eru oftast rauðyrjótt að lit, 4-6 mm
að lengd.