Stöngull strandsauðlauks er sterklegur, 2-2,5 mm gildur. Blómin eru stuttstilkuð, 6-deild, í allþéttum og löngum klasa. Blómhlífarblöðin eru snubbótt, fjólubláleit til jaðranna með grænleitum miðstreng. Fræflar eru sex, nær stilklausir og standa þétt innan við blómhlífarblöðin. Frævan verður að 4-5 mm löngu, sexkleyfu aldini, 2,5 mm breiðu. Blöðin eru striklaga, nær sívöl, grænleit, sterkleg, með sama bragði og mýrasauðlaukur.