Blóm laukasteinbrjóts eru 10-18 mm í þvermál. Krónublöðin eru hvít. Bikarblöðin eru um þriðjungur af lengd krónublaðanna. Fræflar eru 10, frævan klofin í toppinn með tveim stílum. Blöðin eru nýrlaga, með þrístrendum, oftast 5(7) sepum að framan; efstu stöngulblöðin þrísepótt eða heil; litlir dökkrauðir laukknappar í öxlum sumra stöngulblaðanna. Hvítleitir, þykkblöðóttir laukknappar eru við stofninn.