Puntur varpasveifgrassins er
keilulaga, ljósgrænn, sjaldnar fjólu-bláleitur, 2-5 sm langur. Smáöxin
eru fjór- til sexblóma. Axagnirnar eru 1,5-3 mm á lengd, sú neðri
allmiklu styttri en sú efri. Neðri blómagnirnar eru oftast 5-tauga; oft
eitthvað af ullhærum við fótinn eða á taugunum. Blöðin eru ljósgræn, oft
ofurlítið þverhrukkótt. Slíðurhimnan er 1,5-2 mm. Myndar oft þéttar en
lágvaxnar breiður, þurrkast illa og er lélegt fóður.
Toppur af varpasveifgrasi við læk uppi á Barmahrauni í Reykhólasveit í júlí 2005.
Nærmynd af punti varpasveifgrass er tekin vorið 1982.