(eða
öðru nafni túnvorblóm), hefur lengi verið
talin algeng tegund um allt land en afar breytileg. Þessi tegund
hefur upp á síðkastið oftast verið nefnd Draba norvegica, sem
þó getur ekki staðizt og er henni til bráðabirgða komið fyrir undir
nafninu D. rupestris. Það er brýn þörf á að endurskoða þessa
tegund sem fyrst á öllu norðursvæðinu, og mun hún þá eflaust verða
klofin niður í nokkrar sjálfstæðar tegundir.
Blöðin eru flest í stofnhvirfingu, en 1-3 blöð eru á stönglinum. Blöð og stöngull
eru oftast hærð, bæði með einföldum (einkum á blaðröndunum) og greindum
hárum. Aldinskipanin er nokkuð löng ofan til á stönglinum síðsumars
þegar aldinin þroskast.
Hagavorblóm á Halllandi á
Svalbarðsströnd 4. júní 2008. Blöðin eru
flest í stofnhvirfingu, en 1-3 blöð eru á stönglinum.