er sjaldgæfur hér á
landi, hefur fundist á nokkrum stöðum við byggð. Líklegt er að hann sé slæðingur sem borizt hefur hingað á seinni
árum líkt og brekkumaríustakkur. Hann er fremur auðþekktur frá öðrum íslenskum maríustökkum,
einkum á því að blaðkan nær meira en í heilan hring umhverfis stilkinn,
þ.e. jaðrar hennar bögglast upp við stilkinn þar sem þeir koma saman.
Þetta sést vel á neðri myndinni hér til hliðar. Auk þess hefur plantan
áberandi háa blaðstilka, þétt setta útstæðum hárum og vex í þéttum
breiðum.
Hér er breiða af engjamaríustakk.
Nærmynd af einu blaði engjamaríustakks.
Báðar myndirnar eru teknar við
tjaldstæðið á Eskifirði í júlí 2005.