er erlendur
slæðingur á Íslandi, sem hefur ílenzt á nokkrum stöðum við bæi.
Hún er af krossblómaætt, og blómin líkjast kálblómum að sköpulagi.
Garðableikja var nokkuð víða sem slæðingur á árunum 1910-1970, og var á
tímabili talin ílend. En í seinni tíð hefur borið minna á henni en áður var.
Hins vegar
dreifist hlíðableikja nú mun meira út. Þessar tvær tegundir þekkjast
helzt í sundur á stofnblöðunum. Garðableikja hefur stofnblöð með stórum,
breiðum, nær kringlóttum endableðli, en er fjaðurskipt með smábleðlum
við fótinn, og blómin á útstæðum stönglum. Hlíðableikja hefur mjórri,
aflangan endableðil en fjaðurskipt við grunninn, og blómin eru aðlæg.
Garðableikja í
grasgarðinum í Laugardal, Reykjavík, sumarið 1982.